Hverafoss er þvottahús og þrifþjónusta fyrir gististaði og fyrirtæki af öllum gerðum, þar á meðal gistiheimili, sumarhús, íbúðir og stofnanir. Ásamt því að sinna þrifum sækjum við og sendum þvott til þjónustuþega okkar.
Við veitum gæðaþjónustu af hæsta staðli og er starfsfólk okkar vel þjálfað og með áralanga reynslu af þrifum og þjónustu við fyrirtæki, einstaklinga og stofnanir.
umhverfisvæn
Okkur er annt um umhverfið og notum umhverfisvæn efni og vörur.Við erum staðráðin í að draga úr umhverfisáhrifum okkar með ábyrgri nýtingu auðlinda. Meðvitað val á efnum, orkunýtingu og flokkunarferlum tryggjum við að fyrirtækið okkar leggur sitt af mörkum til að vernda náttúruna fyrir komandi kynslóðir.
gæði
Við leggjum áherslu á fagmennsku, áreiðanleika og persónulega þjónustu. Markmið okkar er að veita hverjum viðskiptavini framúrskarandi upplifun þar sem þörfum hans er mætt af virðingu og umhyggju. Með stöðugri endurskoðun og umbótum tryggjum við að þjónustan okkar sé alltaf í hæsta gæðaflokki.
sveigjanleiki
Við aðlögum þjónustuna að óskum og þörfum hvers og eins þjónustuþega. Hvort sem um er að ræða tíma, aðferðir eða lausnir, leggjum við áherslu á sveigjanleika.